Hægt er að eyða sjálfvirkum skráningarfærslum þjónustuvara, til dæmis ef þær eru óþarfar eða úreltar.
Skráningarfærslum þjónustuvara eytt:
Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustuvöruskrá og velja síðan viðkomandi tengi.
Einnig er hægt að opna Þjónustuvöruskrá vegna tiltekinnar þjónustuvöru í glugganum Þjónustuvöruspjald. Það er gert með því að velja þjónustuvöruna sem skoða á breytingarnar sem forritið hefur skráð á, og síðan er farið á flipann Færsluleit, flokkinn Ferill og Þjónustuvöruskrávalin.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar skal velja Eyða þjónustuvöruskrá. Beiðnagluggi keyrslunnar Eyða þjónustuvöruskrá birtist.
Síðan eru skráningarfærslur þjónustuvara sem á að eyða valdar með því að setja afmarkanir í glugganum og smellt á Í lagi.
Þegar skráningarfærslum þjónustuvara hefur verið eytt, eru færslurnar fjarlægðar úr glugganum Þjónustuvöruskrá.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |