Hægt er að lengja staðaltexta með því að bæta við línum, og hægt er að setja upp skilyrði fyrir notkun á viðbótarlínunum. Áður en þetta er gert þarf að setja upp kóta fyrir staðaltexta.
Skilgreining á lengdum texta fyrir kóta staðaltexta
Í reitnum Leit skal færa inn Kótar staðaltexta og velja síðan viðkomandi tengil.
Í reitinn Kóti er færður inn kótinn og í reitinn Lýsing er færður inn texti til útskýringar.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Texti, skal velja Lengdir textar.
Fylla inn í línurnar í glugganum Lengdur texti með viðbótartexta.
Í flýtiflipanum Almennt er fyllt í reitinn Kóti tungumáls eða reitinn Allir tungumálakótar ef notaðir eru tungumálakótar. Reitirnir Upphafsdagsetning og Lokadagsetning eru fylltir út ef afmarka á tímabil fyrir lengdan texta. Til að fá hjálp við tiltekinn reit er hann valinn og stutt á F1.
Á flýtiflipunum Sala og Innkaup skal velja viðeigandi gátmerki fyrir fylgiskjalstegundirnar þar sem prenta á lengda textann.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |