Hægt er að útbúa verkefni fyrir teymi á Verkefnalista teymisins.

Til að stofna teymisverkefni úr gerðinni Autt eða Símtali:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Teymi og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Velja skal teymi sem á að búa til verkefni fyrir.

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Teymi, skal velja Verkefni. Glugginn Verkefnalisti opnast.

  4. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Í vinnslu veljið Stofna verkefni. Leiðsagnarforritið Stofna verkefni opnast.

  5. Veljið valkostinn Autt eða Símtal.

  6. Reitirnir Lýsing, Dagsetning og Tími eru fylltir út og síðan er hnappurinn Næsta valinn.

  7. Til að velja tengilið fyrir þetta verkefni skal velja hnappinn AssistEdit og velja tengilið úr Tengiliðalista.

  8. Velja hnappinn Áfram til að bæta við upplýsingum eða velja Ljúka.

Til að stofna verklista teymisfundar

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Teymi og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Velja skal teymi sem á að búa til verkefni fyrir.

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Teymi, skal velja Verkefni. Glugginn Verkefnalisti opnast.

  4. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Í vinnslu veljið Stofna verkefni. Leiðsagnarforritið Stofna verkefni opnast.

  5. Valinn er valkosturinn Fundur.

  6. Reitirnir Lýsing, Dagsetning og Tími eru fylltir út og síðan er hnappurinn Næsta valinn.

  7. Í reitnum Tegund mætingar skal velja Skipuleggjandi verkefnis og línan fyllt út fyrir umsjónarmann. Bæta við öðrum gestum.

  8. Velja hnappinn Áfram til að bæta við upplýsingum eða velja Ljúka.

Til athugunar
Upplýsingar af sölumannsspjaldi skipuleggjanda verkefnis verða notaðar til samstillingar við Outlook.

Ábending

Sjá einnig