Hægt er að umbreyta teymisverkefni í sölumannsverkefni og öfugt.
Til að umbreyta teymisverkefni í sölumannsverkefni:
Í reitnum Leit skal færa inn Teymi og velja síðan viðkomandi tengil.
Velja skal teymi og á flipanum Færsluleit, í flokknum Teymi, skal velja Verkefni.
Velja skal verkefni teymis sem á að umbreyta.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Breyta skipuleggjanda. Glugginn Verkefnaspjald opnast.
Í reitnum Kóti sölumanns, veljið sölumanninn sem á að endurúthluta þessu verkefni, og veljið hnappinn Í lagi.
Boð sem þá birtast eru staðfest.
![]() |
---|
Tilkynning verður send teymismeðlimum sem völdu gátreitinn Tilkynna breytingar á teymisverkefnum á sölumannsspjöldum sínum og eru með skráð netfang. Þegar teymisverkefni af gerðinni Fundur er umbreytt í sölumannsverkefni er listi yfir fundargesti afritaður úr gestalista teymisverkefnisins. Úthlutaður sölumaður verður fundarskipuleggjandi, en fundarskipuleggjandi upprunalega teymisins verður fundargestur. |
Til að umbreyta sölumanni í teymisverkefni:
Í reitnum Leita skal færa inn Sölumenn og velja síðan viðkomandi tengi.
Velja skal viðkomandi sölumann og á flipanum Færsluleit, í flokknum Sölumaður, skal velja Verkefni.
Velja skal verkefni sölumanns sem á að umbreyta.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Breyta skipuleggjanda. Glugginn Verkefnaspjald opnast.
Í reitnum Teymiskóti skal velja teymið sem á að endurúthluta þessu verkefni og velja hnappinn Í lagi.
Boð sem þá birtast eru staðfest.
![]() |
---|
Tilkynning verður send teymismeðlimum sem völdu gátreitinn Tilkynna breytingar á teymisverkefnum á sölumannsspjöldum sínum og eru með skráð netfang. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |