Þegar samið hefur verið um afsláttarprósentuna sem flokkur viðskiptamanna á að fá á ákveðnum vörum er samkomulagið um vörurnar skráð í línurnar í glugganum Sölulínuafsláttur.

Sölulínuafsláttur stofnaður fyrir flokk viðskiptamanna:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Afsl.flokkar viðskiptamanna og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið línu fyrir afsláttarflokk viðskiptamanns og því næst Sölulínuafslættir í flokknum Viðskm.afsl.flokkar á flipanum Færsluleit. Glugginn Sölulínuafslættir opnast.

  3. Reiturinn Tegund sölu er stilltur á Afsláttarflokkur viðskiptamanns og reiturinn Sölukóði er stilltur á viðskiptamannaflokkinn sem var valinn.

  4. Fylla inn í reitina Tegund, Kóti og Mælieining og umsamið Línuafsl.%. Fylla skal í reitinn Afbrigðiskóti ef mörg afbrigði er um að ræða.

  5. Ef viðskiptamannsflokkurinn þarf að kaupa inn lágmarksmagn til að fá umsamda afsláttarprósentu er reiturinn Lágmarksmagn fylltur út.

  6. Ef með þarf er færð inn upphafsdagsetning og lokadagsetning afsláttarsamkomulagsins.

  7. Tilgreina skal gildi í reitnum Gjaldmiðilskóti, ef svo á við.

Skrefin eru endurtekin við hverja vöru sem sölulínuafsláttur er stofnaður fyrir.

Ábending

Sjá einnig