Spjaldið Forstilling er notað til að stofna forstillingar venjulegra notenda. Hver forstilling er tengd við Mitt hlutverk. Forstillingar eru yfirleitt byggðar á starfsheitum í fyrirtækjum.
Stofna forstillingu
Forstilling stofnuð
Í reitnum Leita skal færa inn Forstillingar og velja síðan viðkomandi tengi.
Á borðanum skal smella á Nýtt til að opna gluggann Nýtt forstillingarspjald.
Í reitnum Kenni forstillingar færið inn nafn sem lýsir ætluðum hlutverk notanda.
Í reitnum Kenni eiganda er smellt á hnappinn AssistEdit til að skoða allar tiltækar innskráningar og svo er Windows-notandi valinn. Frekari upplýsingar eru í How to: Create Users.
Í reitinn Lýsing er slegin inn lýsing á kenni forstillingar, t.d. Pantanavinnsla.
Í reitnum Kenni fyrir Mitt hlutverk er smellt á hnappinn AssistEdit til að skoða öll möguleg hlutverk (Mitt hlutverk). Veljið hlutverk (Mitt hlutverk).
Til að gera þetta hlutverk að sjálfgefinni forstillingu skal velja gátreitinn Sjálfgefið Mitt hlutverk.
Smellt er á Í lagi til að vista breytingarnar.
Ferlið til þess að breyta fyrirliggjandi forstillingu er hið sama, nema að valin er eldri forstilling á síðunni Forstillingar í stað þess að smella á Nýtt.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |