Hlutverkamiðaði biðlarinn í Microsoft Dynamics NAV Sérsniðinn biðlari gerir notanda kleift að bæta athugasemd við allar skrár í forritinu. Vilji notandi til dæmis koma á framfæri upplýsingum um sölupöntun sem ekki á heima í neinum reitanna á sölupöntuninni er hægt að gera það í athugasemd. Athugasemdin er sýnileg notandanum og öðrum þeim sem skoða sölupöntunina í sölupöntunarglugganum.

Hægt er að velja um að birta athugasemdina sem tilkynningu á svæðinu Mitt hlutverk hjá samstarfsmönnunum eða á eigin svæði, sem áminningu.

Þegar notendur lesa tilkynninguna geta þeir opnað sölupöntunina einfaldlega með því að tvísmella á tilkynninguna.

Til að búa til athugasemd og senda hana sem tilkynningu:

  1. Viðkomandi færsla er opnuð (t.d. sölupöntun eða viðskiptamannaspjald).

  2. Ef Athugasemdir birtast ekki á síðunni þá er hægt að sérstilla síðuna til að birta athugasemdakassann.

  3. Í Athugasemdir er smellt á Smella hér til að búa til athugasemd og svo er smellt aftur til að staðsetja bendilinn í textareitnum.

  4. Athugasemdin er slegin inn.

    Mest má rita 30 línur af texta í athugasemdina.

  5. Í reitnum Til er kenni notanda (þess sem á að sjá athugasemdina) til að tilgreina hver skal fá athugasemdina.

  6. Reiturinn Tilkynna er valinn til að senda tilkynningu á notandann í reitnum Til.

    Ef Tilkynna er valið er athugasemdin send sem tilkynning í Mínar athugasemdir í Mínu hlutverki.

  7. Smellt er á Vista.

Ábending

Sjá einnig