Stofna þarf utanbirgðavörur áður en nokkur vinnsla utan birgða getur átt sér stað. Hægt er að stofna utanbirgðavörur handvirkt eða með því að flytja þær inn úr bæklingi birgja.
Til að stofna utanbirgðavöru handvirkt er:
Í reitnum Leit skal færa inn Utanbirgðavörur og velja síðan viðkomandi tengil.
Í reitnum Kóti framleiðanda veljið framleiðanda vörunnar.
Í reitnum Nr. lánardrottins er númer lánardrottins fyrir vöruna valið.
Færið inn Vörunr. lánardr.
Færið inn Lýsingu á vörunni.
Í reitnum Mælieining skal velja gildi til dæmis STYKKI.
Á flýtiflipanum Reikningsfærsla skal færa inn auglýst verð lánardrottins fyrir vöruna í reitinn Útgefið verð.
Í reitinn Umsaminn kostnaður er fært inn það verð sem samþykkt hefur verið að greiða fyrir vöruna.
Í reitnum Ein.verð er fært inn verðið sem rukkað verður fyrir vöruna.
Færið inn Brúttóþyngd með innifalinni pakkningu og Nettóþyngd.
Færið inn Strikamerkið, ef við á.
Í reitnum Kóti vöruflokks er smellt á AssistButton og valinn flokkurinn sem nota á til að bóka færslur með utanbirgðavörunni. Þetta er áskilið ef breyta á utanbirgðavörunni í vöru innan birgða.
Í reitnum Kóti framleiðsluflokks veljið viðeigandi kóta.
Til að stofna vöru úr utanbirgðavöru:
Þegar búið er að stofna utanbirgðavöruspjald, er birgðaspjald stofnað þegar það er valið á sölupöntun. Þessi vara verður þá að seljanlegri vöru.
Einnig er hægt að stofna vöruna frá utanbirgðavöruspjaldinu. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Búa til vöru og veljið svo hnappinn Í lagi.
Burtséð frá því hvernig birgðaspjald er stofnað fyrir utanbirgðavöru verður merkt í reitinn Stofnað úr utanbirgðavöru.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |