Hægt er að stofna söluherferðir fyrir allar sölu- og markaðsaðgerðir sem tengjast tengiliðum, til dæmis kynningarherferðir.
Söluherferðir stofnaðar:
Í reitnum Leit skal færa inn Söluherferð og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Glugginn Nýtt - Söluherferðarspjald opnast.
Í reitinn Nr. er fært inn númer fyrir herferðina.
Hafi númeraröð fyrir söluherferðir verið sett upp í glugganum Tengslastjórnunargrunnur er hægt að styðja á Færslulykilinn til að velja næsta lausa söluherferðarnúmer.
Í reitnum Lýsing er færð inn lýsing á söluherferðinni.
Fyllt er í aðra reiti á spjaldinu Söluherferð.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |