Standandi pantanir eru notaðar þegar viðskiptamaður hefur samþykkt að kaupa í miklu magni sem afhenda á í nokkrum minni afhendingum á ákveðnu tímabili. Frekari upplýsingar eru í Um standandi sölupöntun.
Í þessu efnisatriði eru eftirfarandi hlutar:
-
Til að búa til standandi sölupöntun.
-
Stofnun sölupöntunar úr standandi sölupöntun
Til að búa til standandi sölupöntun.
Í reitnum Leit skal færa inn Standandi sölupantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Ný standandi sölupöntun er búin til.
Í reitnum Nr. er hægt að ýta á færslulykilinn til að velja næsta tiltæka númer. Fylla skal út reitinn Selt til Viðskm.nr..
Reiturinn Pöntunardags. er hafður auður. Þegar nokkrar sölupantanir eru stofnaðar úr standandi pöntun notar kerfið eiginlegu vinnudagsetninguna fyrir pöntunardagsetningu sölupöntunarinnar.
Á flýtiflipanum Línur skal stofna sérstaka línu fyrir hverja afhendingu. Til dæmis ef viðskiptamaðurinn vill skipta 1000 einingum niður á fjórar vikur þarf að færa inn fjórar línur, hver upp á 250.
Velja skal Vara í reitnum Gerð fyrir hverja línu og fylla út reitinn Nr..
Í reitnum Magn er í hverri línu slegin inn upphæð sem panta á fyrir þá línu.
Reiturinn Magn til afhendingar er fylltur út sjálfkrafa til að sýna magnið sem sölupantanirnar eru stofnaðar fyrir á tilteknum afhendingardagsetningum.
Í reitnum Afh.dags í hverri línu er færð inn dagsetningin sem afhenda verður þessa vöru á.
Velja hnappinn Í lagi.
Stofnun sölupöntunar úr standandi sölupöntun
Til að stofna pöntun fyrir línurnar í standandi samsetningarpöntununum, er magnið fjarlægt úr reitnum Magn til afhendingar í öllum línum sem EKKI á að flytja á þessum tíma.
Þegar komið er að því að stofna pantanir skal fara í flipann Aðgerðir í flokknum Vinna og velja Búa til pöntun og síðan Já. Skilaboð birtast um að standandi pöntunin hafi fengið pöntunarnúmer. Takið eftir að standandi pöntuninni hefur ekki verið eytt.
Velja hnappinn Í lagi.
Til að birta niðurstöður fyrri skrefa í flýtiflipanum Lína skal smella á Aðgerðir, Lína, Óbókaðar línur, Pantanir.
Í glugganum Sölulínur er viðeigandi sölupöntun valin, á flýtiflipanum Lína skal velja Aðgerðir, velja Lína og velja svo Sýna fylgiskjal.
Eftirfarandi á við sölupantanir eftir að þær hafa verið stofnaðar úr standandi sölupöntunum:
-
Þegar búið er að breyta standandi pöntun í sölupöntun inniheldur sölupöntunin allar línur standandi pöntunarinnar. Línurnar þar sem magninu í reitnum Magn til afhendingar var eytt birtast með reitina Magn auða. Hægt er velja hvort línurnar haldi sér, þeim sé breytt eða þeim eytt.
-
Mikilvægt er að hafa í huga að magn sölupöntunarlínunnar má ekki vera meira en magnið í tengdri standandi pöntunarlínu. Annars er ekki hægt að bóka sölupöntunina.
-
Þegar sölupöntun er bókuð eða hún afhent og/eða reikningsfærð uppfærir kerfið reitina Afhent magn og Reikningsfært magn í tengdri standandi pöntun.
-
Skráð er númer standandi pöntunarinnar og línunúmer sem eiginleika sölulínunnar þegar hún er stofnuð úr standandi pöntun.
-
Þegar sölupantanir eru ekki stofnaðar beint úr standandi pöntun en tengjast henni samt er hægt að koma á tengingu á milli sölupöntunarinnar og standandi pöntunarinnar með því að færa inn númer standandi pöntunarinnar í reitinn Standandi pöntun nr. í sölupöntunarlínunni.
-
Eftir að sölupöntunin hefur verið stofnuð fyrir heildarmagn standandi pöntunarlínu, verður ekki hægt að stofna neina aðra sölupöntun fyrir sömu línu. Notendur eru hindraðir frá því að færa magn inn í reitinn Magn til afhendingar. Ef hins vegar þarf að bæta viðbótarmagni við standandi pöntun er hægt að hækka gildið í reitnum Magn og svo stofna viðbótarpantanir.
-
Reikningsfærða standandi pöntunin er til staðar í kerfinu þangað til henni er eytt annað hvort með því að eyða hverri standandi pöntun fyrir sig eða með keyrslunni Eyða reikningsf. st. sölup..
-
Ef viðskiptamaður er einnig skráður sem tengiliður í kerfishlutanum Tengslagrunnur og ef kóti samskiptasniðmáts fyrir standandi söluvörupöntun hefur verið skilgreindur í glugganum Tengslagrunnur eru samskipti skráð sjálfkrafa í töfluna Skráningarfærsla samskipta þegar smellt er á Prenta til að prenta standandi söluvörupöntunina.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |