Þetta efnisatriði lýsir því hvernig á að tengja Microsoft Dynamics NAV færslur við Microsoft Dynamics CRM færslur. Tengingin gerir notendum kleift að skoða Microsoft Dynamics CRM færslur úr Microsoft Dynamics NAV viðskiptamanni og Microsoft Dynamics CRM færslur úr Microsoft Dynamics NAV færslum. Þessa aðferð má nota til að tengja Microsoft Dynamics NAV færslu við fyrirliggjandi færslu í Microsoft Dynamics CRM eða stofna og tengja við nýja færslu. Tenging gerir þér einnig að samstilla gögn á milli færslna.

Til að tengja færslu

  1. Í biðlaranum Microsoft Dynamics NAV er opnað færslukort, t.d. viðskiptamaður eða tengiliður.

    Einnig er hægt að opna listasíðu og velja færsluna sem á að tengja.

  2. Á flipanum Færsluleit í Dynamics CRM flokknum er valið Tengja og svo Setja upp tengingu.

  3. Fyllið út reitina og smellið á hnappinn Í lagi.

Til að samstilla staka færslu

  1. Í biðlaranum Microsoft Dynamics NAV er opnuð færsla t.d. viðskiptamaður eða tengiliður.

  2. Á flipanum Farið í í flokknum Dynamics CRM er valið Samstilla núna.

  3. Ef hægt er að samstilla færslu ýmist úr Microsoft Dynamics NAV í Microsoft Dynamics CRM eða úr Microsoft Dynamics CRM í Microsoft Dynamics NAV, skal velja valkostinn sem tilgreinir stefnu gagnauppfærslunnar og smella svo á hnappinn Í lagi .

Til að samstilla margar færslur

  1. Í biðlaranum Microsoft Dynamics NAV er opnuð listasíða fyrir fræsluna, t.d. viðskiptamenn eða tengiliðir.

  2. Veljið færslurnar sem á að samstilla.

  3. Á flipanum Farið í í flokknum Dynamics CRM er valið Samstilla núna.

  4. Ef hægt er að samstilla færslu ýmist úr Microsoft Dynamics NAV í Microsoft Dynamics CRM eða úr Microsoft Dynamics CRM í Microsoft Dynamics NAV, skal velja valkostinn sem tilgreinir stefnu gagnauppfærslunnar og smella svo á hnappinn Í lagi .

Ábending

Sjá einnig