Þegar viðskiptamaður tekur tilboði um þjónustutilboð er því breytt í þjónustupöntun.

Þjónustutilboðið þarf að hafa verið stofnað þá þegar.

Þjónustutilboði breytt í þjónustupöntun:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningstilboð og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Velja skal þjónustutilboð sem breyta á í þjónustupöntun.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Búa til pöntun.

Tilboðinu er breytt í pöntun. Því er eytt úr glugganum og ný þjónustupöntun er sett upp með sömu lýsingu og þjónustutilboðið. Svardagsetningin og tími vegna þjónustupöntunar eru endurreiknuð og staðan er stillt á Í undirbúningi. Viðgerðarstöðu þjónustuvörunnar í pöntuninni er breytt í Upphafleg.

Microsoft Dynamics NAV leitar að úthlutunarfærslum vegna allrar þjónustuvörunnar í þjónustutilboðinu sem er með stöðuna Virkt. Ef slík úthlutunarfærsla finnst er staða úthlutunar uppfærð úr Virk í Þarf að endurúthluta. Þegar þjónustuvörunni í þjónustupöntuninni er endurúthlutað er stöðu úthlutunarfærslna sem skráðar eru vegna tilboðsins uppfærðar í Lokið.

Ábending

Sjá einnig