Hægt er aðgæta hvort vara sem þörf er á til að hægt að á anna pöntun sé á lager og ef svo er ekki, hvenær hún kemur á lager. Auk þess er hægt að taka frá vöru sem er tiltæk til að tryggja að nota megi hana síðar.

Til að athuga hvort vörur sé tiltækar fyrir verkpantanir

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Verk og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Veljið verk og veljið því næst Verkhlutalínur verks í flokknum Vinna á flipanum Heim.

  3. Í glugganum Verkhlutalínur á flipanum Heim í flokknum Í vinnslu veljið Áætlunarlínur verks.

  4. Í glugganum Áætlunarlínur verks á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Yfirlit yfir eftirspurn.

    Þetta ræsir útreikning á því hvort vörur sem tengjast færslunni séu tiltækar. Glugginn Yfirlit eftirspurnar opnast.

  5. Til að skoða eftirspurn sem tengist öllum verkpöntunum skal stilla reitinn Tegund eftirspurnar í Verk. Til að skoða eftirspurn sem tengist öllum pöntunargerðum skal stilla reitinn Tegund eftirspurnar í Öll eftirspurn.

  6. Í reitunum Upphafsdags. og Lokadags. skal tilgreina tímabilið sem reikna á út eftirspurn fyrir. Ef gildi eru ekki gefin upp í þessum reitum verður öll eftirspurn reiknuð.

  7. Á flipanum Heim veljið Reikna.

  8. Í glugganum Yfirlit yfir eftirspurn stækkið vöruflokkin og skoðið upplýsingar um ráðstöfunarbirgðir vörunar. Til dæmis er hægt að sjá hversu margar vörur eru í birgðum. Einnig er hægt að sjá hvort og hvenær vara verður tiltæk. Ef vara er t.d. biðpöntunarvara er reiturinn Tegund uppruna stilltur á Innkaup. Einnig er hægt að sjá ef vara hefur verið tekin frá.

Ábending

Sjá einnig