Hægt er að ógilda söluherferðarfærslu til dæmis ef skráðar hafa verið aðgerðir í söluherferð sem ekki hafa verið framkvæmdar.
Söluherferðarfærslur ógiltar:
Í reitnum Leit skal færa inn Söluherferð og velja síðan viðkomandi tengil.
Veljið söluherferðina sem færslan tengist.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Söluherferð, skal velja Færslur. Glugginn Söluherferðarfærslur opnast.
Veljið færsluna sem á að hætta við.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Víxla gátmerki í Hætt við.
Boð sem þá birtast eru staðfest.
![]() |
---|
Þegar hætt hefur verið við færsluna fjarlægist hún ekki sjálfkrafa úr glugganum Söluherferðarfærslur heldur birtist hún sem afturkölluð. Hægt er að eyða afturkölluðum söluherferðarfærslum úr glugganum ![]() |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |