Þegar búið er að flytja inn og staðfesta upplýsingar úr uppsetningarspurningalistanum, er hægt að flytja eða nota uppsetningargögnin í samsvarandi töflum í Microsoft Dynamics NAV gagnagrunninum.

Til að nota svör úr uppsetningarspurningalistanum

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Spurningarlista grunnstillingar og velja síðan viðkomandi tengil. Glugginn Spurningalisti grunnstillingar opnast.

  2. Velja skal grunnstillingu spurningalista af listanum og á flipanum Heim velja Breyta lista.

  3. Hægt er að nota svör á tvo vegu.

    Til að nota allan spurningalistann er farið á flipann Ferli og Nota svör valið.

    -eða-

    Til að nota svör aðeins fyrir tiltekið Spurningasvæði skal velja Spurningasvæði, velja Spurningasvæði í listanum og fara svo í flipann Heim og velja Breyta. Í flokknum Í vinnslu veljið Nota svör.

Til að staðfesta að tekist hafi að nota svör

  1. Athuga uppsetningarglugga eftir ýmsum virkum svæðum af Microsoft Dynamics NAV. Til að finna gluggann skal, í reitnum Leit, færa inn heiti uppsetningargluggans og velja svo tengdan tengil.

    Eftirfarandi tafla auðkennir nokkrar algengar uppsetningartöflur, en sannprófun á svörum er undir því komin hvaða uppsetningartöflur eru notaðar.

    Svæði Leitarstrengur

    Stofngögn

    Stofngögn

    Eignir

    Eignagrunnur

    Fjárhagur

    Fjárhagsgrunnur

    Birgðir

    Birgðagrunnur

    Framleiðsla

    Framleiðslugrunnur

    Innkaup

    Innkaupagrunnur

    Tengslastjórnun

    Tengslastjórnunargrunnur

    Þjónustukerfi

    Þjónustukerfisgrunnur

    Sala

    Sölugrunnur

    Vöruhús

    Vöruhúsagrunnur

  2. Staðfesta að reitirnir hafi verið fylltir með réttum gögnum úr hinum ýmsu spurningasvæðum í uppsetningarspurningalistanum.

Nú hefur uppsetning með fyrirtækjaupplýsingum og reglum viðskiptavinar verið skilgreind.

Ábending

Sjá einnig