Forritið hefur eiginleika sem gerir notanda kleift að skilgreina eigin afskriftaaðferðir.
Í aðferðinni sem notandi skilgreinir sjálfur eru færðar inn afskriftaprósentur fyrir hvert tímabil (mánuð, ársfjórðung, ár eða reikningstímabil) í glugganum Afskriftatöflur.
Reiknireglan fyrir útreikning á afskriftaupphæðum er:
Afskriftaupphæð = (Beinlínu% * Fjöldi afskr.daga * Afskriftagrunnur) / (100 * 360)
Afskriftir miðaðar við fjölda eininga
Notandaskilgreindu aðferðina má einnig nota til að afskrifa eftir fjölda eininga, til dæmis vélar sem hafa þekkta framleiðslugetu. Í glugganum Afskriftatöflu er hægt að færa inn fjölda eininga sem hægt er að framleiða á hverju tímabili (mánuði, ársfjórðungi, ári eða reikningstímabili).
Nánari upplýsingar má finna í Dæmi - Notandaskilgreindar afskriftir