Hægt er að nota verðlagningareiginleika Microsoft Dynamics NAV til að setja upp og sérstilla forritið svo hægt sé að nota og stilla verðlagningu fyrir þjónustuvörur, viðgerðir og pantanir. Auðvelt er síðan að senda þessar verðlagningarákvarðanir yfir í reikningsfærsluferlið.
Hægt er að setja upp verðlagningarflokka og varpa þeim á ákveðin tímabil, viðskiptamenn eða gjaldmiðil eftir þörfum þínum. Hægt er að setja upp fasta, lágmarks- eða hámarksverðlagningu eftir þeim þjónustusamningum sem gerðir voru við viðskiptamenn. Að lokum er hægt að skoða og samþykkja breytingar á verðlagi áður en þær eru færðar inn í fjárhaginn.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Fá frekari upplýsingar um þjónustuverð. | |
Setja upp þjónustuverðflokka til að greiða fyrir vörpun þjónustu á tiltekinn viðskiptamann eða gjaldmiðil, svo dæmi séu tekin. | |
Breyta verðlagningu þjónustupantanavara. | |
Breyta verðlagningu þjónustuvöru handvirkt. | Hvernig á að breyta Þjónustuverðlagningu fyrir þjónustuvörur |