Þegar vöruhúsið er sett upp eru ýmsir valkostir tilgreindir sem varða verklag og nákvæmni sem á að beita. Valið ræður því hvernig verk fara fram í kerfinu. Einn valkosturinn snýst um það hvernig eigi að ganga frá vörum í vöruhúsinu.

Ef ákveðið er að skipuleggja og skrá frágangsupplýsingar með fylgiskjölum í kerfinu er sett gátmerki í reitinn Krefjast frágangs á birgðageymsluspjaldinu. Þetta segir kerfinu að þegar um er að ræða vörur sem koma inn í vöruhúsið með upprunaskjali inn á að afgreiða fráganginn og skrá hann í kerfinu. Upprunaskjalið á innleið getur verið innkaupapöntun, söluvöruskilapöntun, millifærslupöntun á innleið eða framleiðslupöntun þar sem frálagið er tilbúið til frágangs.

Þegar birgðageymslan er sett upp þannig að hún noti frágangsvinnslu en ekki móttökuvinnslu skal nota gluggann Birgðafrágangur til að skipuleggja frágangsupplýsingar, prenta þær, færa inn niðurstöður af raunverulegum frágangi og bóka frágangsupplýsingar, sem á móti bóka afhendingarupplýsingar fyrir upprunaskjalið. Ef um er að ræða framleiðslupöntun, bókar bókunarferlið frálag pöntunarinnar og lýkur henni. Hægt er að skoða bókaðar frágangsupplýsingar í glugganum Bókaður birgðafrágangur. Nánari upplýsingar um frágang vara úr birgðavalmyndinni eru í Hvernig á að ganga frá vörum með birgðarfrágangi.

Ef vöruhúsið er sett upp þannig að það krefjist bæði móttökuvinnslu og frágangsvinnslu þannig að merkt hefur verið bæði við Krefjast móttöku og Krefjast frágangs á birgðageymsluspjaldinu er ferlið við frágang á vörum annað. Í því tilviki er glugginn Vöruhúsafrágangur notaður til að sjá um frágang. Vöruhúsafrágangur er svipaður birgðafrágangi, nema í stað þess að bóka upplýsingarnar er frágangurinn skráður. Athugið að skráning á frágangi vöruhúsins bókar ekki móttöku varanna. Það uppfærir aðeins innihald hólfsins. Hægt er að sjá skráðar frágangsupplýsingar í glugganum Skráður frágangur. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að ganga frá vörum með vöruhúsafrágangi.

Sjá einnig