Notkun margra birgðageymslna og ábyrgðastöðva í Microsoft Dynamics NAV gerir fyrirtækjum hafa mörg aðsetur kleift að stjórna viðskiptastarfssemi sinn á sem sveigjanlegastan en jafnframt hagkvæmastan hátt.
Margar birgðageymslur gera fyrirtækjum kleift að stjórna birgðum sínum á mörgum stöðum í einum gagnagrunni. Tvö hugtök - birgðageymslur og birgðahaldseiningar - eru hornsteinar þessarar eindar. Birgðageymsla er skilgreind sem staður sem sér um raunstaðsetningu og magn vöru. Hugtakið er nægilega vítt til að taka til staðsetninga eins og verksmiðja eða framleiðslustaða sem og dreifingastöðva, vöruhúsa, sýningasala og þjónustubifreiða. Birgðahaldseining er skilgreind sem vara á tilteknum stað og/eða sem afbrigði. Með því að nota birgðahaldseiningar geta fyrirtæki með margar birgðageymslur bætt inn áfyllingarupplýsingar, aðsetur og upplýsingar um fjármálalegar bókanir á birgðageymslustiginu. Þar af leiðandi geta þau fyllt á afbrigði af sömu vöru í hverri birgðageymslu sem og pantað vörur fyrir hverja birgðageymslu á grundvelli staðbundinna birgðageymsluupplýsinga.
Ábyrgðastöðvar útvíkka margar birgðageymslur með því að gera notendum kleift að stjórna stjórnunarmiðstöðvum. Ábyrgðamiðstöð getur verið kostnaðarmiðstöð, hagnaðarmiðstöð, fjárfestingamiðstöð eða önnur fyrirtækisskilgreind stjórnunarmiðstöð. Dæmi um ábyrgðarmiðstöðvar eru söluskrifstofur, innkaupadeild fyrir nokkrar birgðageymslur og verksmiðjuskipulagsdeild. Með því að nota þessa aðgerð, geta fyrirtæki t.d. sett upp notendasértæk birtingaform sölu- og innkaupaskjala sem varða eingöngu tiltekinnar ábyrgðastöðvar.