Hægt er að hengja allar tegundir skjala við samskiptasniðmát og samskipti.

Geymsla viðhengja

Áður en unnið er við viðhengi þarf að ákveða hvar þau eigi að geyma. Það er hægt að gera úr glugganum Tengslastjórnunargrunnur. Valkostirnir eru tveir: Ívafið og Diskskrá. Eigi allir notendur að hafa greiðan aðgang að þessum skjölum er ráðlegt að þau séu geymd í Microsoft Dynamics NAV (valkosturinn Ívafið ). Eigi að geyma þau á diski er ráðlegt að tryggja að allir notendur hafi aðgang að þeim.

Til athugunar
Getan til að tilgreina tegund eða staðsetningu geymslu er ekki tiltæk fyrir þessa útgáfu.

Hvaða tegundir skjala geta verið viðhengi?

Viðhengi geta verið allar tegundir af skrám, til dæmis Microsoft Word skjöl, Microsoft Powerpoint kynningar, Microsoft Excel skrár, textaskrár og svo framvegis. Microsoft Dynamics NAV er fullsamþætt Microsoft Word sem gerir notandanum kleift að búa til skjöl með bréfablöndunarreitum úr Microsoft Dynamics NAV, til dæmis tengiliðanúmeri, nafni og aðsetri.

Til athugunar
Stofnun viðhengja með prufuútgáfu af af Microsoft Office er ekki studd.

Hvað er hægt að gera með viðhengjum?

Til eru staðlaðar aðgerðir sem hægt er að innleiða með viðhengjunum.

  • Í glugganum Hluti á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Viðhengi og veljið viðeigandi skipun.
  • Í glugganum Samskiptasniðmát á flipanum Færsluleit í flokknum Viðhengi veljið viðeigandi skipun.

Hægt er að gera eftirfarandi með viðhengjum:

  • Opna: Hægt er að ræsa tengda forritið, til dæmis Microsoft Word, og skjalið opnast. Þá er hægt að breyta því.
  • Flytja inn: Hægt er að flytja inn alls kyns gerðir viðhengja. Til dæmis er hægt að skanna inn bréf sem hefur borist, flytja það inn og hengja það við samskiptin sem skrá móttöku bréfsins.
  • Flytja út: Hægt er að flytja viðhengi út á skrá á diski.
  • Fjarlægja: hægt er að fjarlægja gildandi viðhengi úr samskiptasniðmáti.
  • Afrita: Hægt er að afrita viðhengi úr öðru samskiptasniðmáti.

Sjá einnig