Hægt er að jafna inngreiðslum og sölukreditreikningum á útistandandi kröfur.
Þegar reikningur er bókaður á viðskiptamannareikning er viðskiptamannsfærsla (debetfærsla) stofnuð með gátmerki í reitnum Opið.
Reiturinn Opið er notaður til að ákveða hvaða færslur skuli vera innifaldar þegar reiturinn Gjaldfallið á viðskiptamannaspjaldinu er reiknaður og þegar vextir eru reiknaðir.
Þegar inngreiðsla eða sölukreditreikningur (kreditfærsla) er bókaður er hægt að jafna honum við eina eða fleiri tilteknar debetfærslur. Debetfærslunum er annaðhvort alveg lokað og gátmerkið í reitnum Opið fjarlægt eða færslunni er lokað að hluta og gátmerkið helst.
Mikilvægt er að jafna og loka færslum til að fá réttar viðskiptamannatölur þannig að hægt sé að reikna reikningsyfirlit og kostnaðarauka rétt.
Ef reiturinn Jöfnunaraðferð á flýtiflipanum Greiðslur á viðskiptamannaspjaldinu er með Jafna elstu getur þú jafnað greiðslu á viðskiptamann handvirkt. Ef þú tilgreinir ekki við hvað greiðslan skuli jöfnuð verður hún sjálfkrafa jöfnuð við elstu opnu kreditfærsluna.
Ef jöfnunaraðferðin fyrir viðskiptamann er Handvirkt verður þú að jafna færslum handvirkt.
Hægt er að skrá jöfnunina um leið og inngreiðslu eða jafna færslur hverja við aðra í sérstöku ferli.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Jafna færslubók, innkaupaskjal eða þegar bókaða viðskiptamannsfærslu við eina eða fleiri viðskiptamannsfærslur. | |
Jafna inngreiðslu í einum gjaldmiðli við sölu í öðrum gjaldmiðli. | Hvernig á að jafna Viðskiptamannafærslur hver við aðra í mismunandi gjaldmiðlum |
Opna aftur lokaðar færslur og búa til leiðréttingarfærslur. | Hvernig á að ógilda jöfnun viðskiptamanna- eða lánardrottnafærslna |