Microsoft Dynamics NAV Sérsniðinn biðlari gerir kleift að bæta athugasemd við allar skrár, svo sem skjali eða spjaldi. Vilji notandi til dæmis koma á framfæri upplýsingum um sölupöntun sem ekki á heima í neinum reitanna á síðu sölupöntunarinnar er hægt að gera það í athugasemd. Athugasemdin er sýnileg notandanum og öðrum þeim sem skoða sölupöntunina.

Hægt er að velja um að birta athugasemdina sem tilkynningu á svæðinu Mitt hlutverk hjá samstarfsmönnunum eða á eigin svæði, sem áminningu.

Athugasemdina má lesa í Mínar tilkynningar og síðan tvísmella á hana til að opna sölupöntunina.

Ekki er hægt að eyða athugasemdum í Mínum athugasemdum. Í staðinn verður að opna færsluna sem athugasemdin er hengd við og eyða henni, en aðeins hafi aðila verið úthlutað nauðsynlegum heimildum.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Færa inn athugasemd við færslu og láta hana birtast í tilkynningum annars notanda (Mínar tilkynningar), eigin tilkynningum, eða aðeins við færsluna.

Hvernig á að búa til athugasemdir og tilkynningar

Sjá allan texta í athugasemd eða opna færsluna sem tengd er tilkynningu.

Hvernig á að skoða athugasemdir og tilkynningar

Eyða athugasemd og öllum tengdum tilkynningum.

Hvernig á að eyða athugasemdum og tilkynningum

Sjá einnig