Tilgreinir undansenda magnið. Undansent magn er flutningur hluta efnis í lotu vegna aðgerðar sem á eftir kemur áður en lokið er við aðgerðina sem er í gangi fyrir allar einingarnar í lotunni. Tilgangurinn með undansendingu er að stytta framleiðslutímann. Næsta aðgerð er ræst þegar magnið sem á að undansenda hefur verið framleitt.

Eftirfarandi reikniregla er notuð til að reikna magnið sem á að undansenda: Byrjun næstu vinnsluaðgerðar := uppsetningartími + magn sent fyrst * keyrslutími + biðtími + flutningstími + biðraðartími (við næstu vinnsluaðgerð).

Dæmi:

Ef ákveðið hefur verið að magnið sem senda eigi fyrst sé 10 getur næsta vinnsluaðgerð byrjað þegar lokið hefur verið við þessa 10 hluti í raunverulegri vinnslu.

Byrjun næstu vinnsluaðgerðar = 10 mínútna uppsetningartími + (10 stykki * 5 mínútna keyrslutími) + 5 mínútna biðtími

Næsta vinnsluaðgerð getur því hafist 65 mínútum eftir að sjálf vinnslan byrjaði.

Ábending

Sjá einnig