Tilgreinir hvort grunntillingin inniheldur víddir sem dálka. Þegar gátreiturinn Víddir sem dálkar er valinn, eru víddirnar innifaldar í Excel-vinnublaðinu sem hefur verið stofnað fyrir grunnstillingu. Til að velja þennan gátreit, verða töflurnar Sjálfgefin vídd og Víddargildi að vera í grunnstillingapakkanum.
Þegar flutt hefur verið út í Excel er hægt að bæta við eða uppfæra víddargildi í Excel, eða setja upp vídd í auðan reit á meðan á grunnstillingu stendur. Til að stilla vídd sem auða, fjarlægið víddargildið í Excel. Þegar vinnublaðið er flutt inn með breytingum sem gerðar hafa verið og gögnin svo jöfnuð við, uppfærast sjálfgefnar víddir eftir því. Þó hægt sé að eyða víddargildi í Excel úr færslu sem er verið að breyta, grunnvíddarskráningin eyðist ekki þegar gögn eru jöfnuð í grunnstillingu. Til að eyða flýtivíddinni sem tengd er skránni, verður að opna gluggann Sjálfgefnar víddir fyrir þessa skrá og eyða henni þar handvirkt.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |