Tilgreinir tegund samantektar fyrir fjárhagsskemalínuna. Af tegundinni ræðst hvaða reikningar eru teknir saman á samantektarbilinu sem tilgreint er í reitnum Samantekt.
Til að sjá valkostina skal velja reitinn:
Valkostur | Lýsing |
---|---|
Reikningar | Samtalan reiknast af upphæðum reikninga í bókhaldslykli. |
Samtölur | Samtalan reiknast af upphæðum í samtölum og til-tölum í bókhaldslykli. |
Reikniregla | Samtalan reiknast af upphæðum í öðrum línum í fjárhagsskemanu. Reiknireglan er færð inn í reitinn Samantekt. |
Tegund kostnaðar | Hægt er að velja þennan kost til að fletta frá reitnum Samtals til listans yfir kostnaðartegundir. Í skoðun kostnaðartegundar er k.miðst., k.hluta og áætlunarafmörkun virkir. |
Kostnaðurtegundin samtals | Samantektarreiturinn sýnir allar samantektartölur. |
Ef aðgerðin Setja inn reikninga er notuð verður reikningum með Samtölu eða Tiltölu í Tegund reiknings í bókhaldslykli úthlutað samantektartegundinni Samt. Öllum öðrum línum verður sjálfkrafa úthlutað samantektartegundinni Reikningar.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |