Tilgreinir tímabil sjóðstreymisreiknings eða lista yfir sjóðstreymisreikningsnúmer.
Færslur sjóðsstreymisreikningsnúmera sem eru birtar í svæðinu eru lagðar saman. Það er komið undir því hvaða reikningstegund var valin í reitnum Tegund reiknings hvernig fylla á út reitinn:
-
Ef tegund sjóðstreymisreiknings er Færsla, Frátala, eða Yfirskrift verður reiturinn að vera auður.
-
Ef tegund sjóðstreymisreikningsins er Til-tala er fyllt sjálfkrafa inn í reitinn þegar Inndráttur myndrits fyrir sjóðstreymisreikninga er valið. Sjóðstreymisreikningarnir sem lagðir eru saman eru á milli samsvarandi Frátölu og Tiltölu-reikninga.
-
Ef tegund sjóðstreymisreiknings er Samtala verður notandi að fylla reitinn út sjálfur til að gefa til kynna að leggja eigi sjóðstreymisreikningana saman.
![]() |
---|
Ef tegund sjóðstreymisreikningsins er Til-tala er hægt að fylla handvirkt inn í reitinn. Hins vegar er best að láta aðgerðina Inndráttur myndrits fyrir sjóðstreymisreikninga fylla inn í reitinn. |
Mest má rita 250 stafi, bæði tölustafi og bókstafi. Eftirfarandi tafla sýnir sértækar reglur sem gilda um hvað megi færa inn.
Merking | Dæmi | Sjóðstreymisreikningar meðtaldir |
---|---|---|
Jafnt og | 377 | 377 |
Millibil | 1100 .. 2100 ..2500 | 1100 til og með 2100 Reikningar til og með 2500 |
Annaðhvort eða | 1200|1300 | 1200 eða 1300 |
Og | <2000&>1000 | Reikningar með lægra númeri en 2000 og hærra en 1000 |
Annað en | <>1200 | Öll númer nema 1200 |
Stærri en | > 1200 | Reikningar með hærra númeri en 1200 |
Hærra en eða jafnt og | >=1200 | Reikningar með hærra númeri en 1200 |
Lægra en | <1200 | Reikningar með lægra númeri en 1200 |
Eftirfarandi tafla sýnir hvernig hægt er að sameina hinar ýmsu sniðtegundir.
Dæmi | Sjóðstreymisreikningar meðtaldir |
---|---|
5999|8100..8490 | Reikningur 5999 og reikningar 8100 til 8490 |
..1299|1400.. | Reikningar upp í og að meðtöldum 1299, svo og reikningur 1400 og þar fyrir ofan, sem sé allir reikningar nema 1300 til 1399 |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |