Tilgreinir upplýsingar um vörur sem hafa verið þjónustaðar í bókaðri þjónustupöntun. Gögnin samanstanda meðal annars af raðnúmeri, þjónustuvörunúmeri, þjónustuvöruflokki, lýsingu, bilanatilkynningu, ábyrgð, fjölda ráðstafana, þjónustuverðflokki o.s.frv. Þegar þjónustupöntun er bókuð afritar kerfið viðeigandi upplýsingar úr þjónustuvörulínunum í vörulínur þjónustuafhendingar.
Hægt er að skoða gögn hverrar afhendingar í töflunni í glugganum Bókuð þjónustuafhending.
Efni þessa reits er ekki hægt að breyta þar sem afhendingin hefur þegar verið bókuð.