Tilgreinir afslátt af þjónustu fyrir þjónustusamninga. Hægt er að færa inn afslátt af varahlutum í tilteknum þjónustuvöruflokkum, af vinnu sem forði í tilteknum forðaflokkum innir af hendi og af tilteknum kostnaði.

Þegar þjónustulínur eru settar inn fyrir þjónustuvörur sem tilheyra þjónustusamningi reiknar kerfið út afsláttinn í línunum í samræmi við samnings/þjónustuafsláttinn.

Hægt er að stofna handvirkt þjónustupantanir með þjónustuvörur sem tilheyra þjónustusamningum. Þjónustupöntunin tengist aðeins þjónustusamningi ef kerfið hefur stofnað þjónustupöntunina fyrir samninginn. Ef þjónustusamningurinn tilheyrir samningsflokki sem hefur gátmerki í reitnum Afsl. aðeins af samn.pöntunum mun kerfið ekki nota samnings-/þjónustuafslátt í þjónustulínum sem innihalda þjónustuvörur samningsins nema sjálf þjónustupöntunin sé tengd við þjónustusamninginn.

Sjá einnig