Tilgreinir aðra lýsingu svo hægt sé að leita að þjónustuvörunni þegar númerið er ekki vitað.
Þegar lýsing á þjónustuvörunni er færð inn í reitinn Lýsing afritar kerfið hana sjálfkrafa í reitinn Leitarlýsing. Efni leitarlýsingarreitsins þarf þó ekki að vera það sama og í reitnum Lýsing. Leitarlýsingin má vera 30 stafir að hámarki, bæði tölustafir og bókstafir.
Kerfið setur rétta vörunúmerið sjálfkrafa inn í stað leitarlýsingarinnar þegar hún er færð inn í reitinn Vara nr. í þjónustusamningi eða þjónustuvörulínum, til dæmis.
Mikilvægt |
---|
Leitarlýsingin breytist í hvert sinn sem reitnum Lýsing er breytt, hafi kerfið sett hana inn sjálfvirkt. Kerfið uppfærir ekki þennan reit ef reiturinn Lýsing er fylltur út handvirkt. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |