Tilgreinir kótann sem útskýrir hvers vegna vörunni var skilað. Til að sjá gluggann Ástæður vöruskila skal velja reitinn.

Hægt er að nota þennan glugga til að setja upp kóta sem tilgreina ástæður fyrir því að vörum er skilað. Þetta geta verið vörur sem viðskiptamaður skilar eða sem skilað er til lánardrottins.

Auk þess að setja upp ástæðukóta skila og lýsingu hans er einnig hægt að tilgreina birgðageymslukótann þar sem skiluðum vörum er komið fyrir. Hægt er að fylla út reitinn Sjálfgefinn birgðageymslukóti með þessum birgðageymslukóta til að sýna t.d. að skiluðu vörurnar tilheyra viðskiptamanninum og ættu ekki að hafa áhrif á framboð og gildi birgða.

Hægt er að nota reitinn Birgðavirði núll til að sýna hvernig kerfið á að höndla gildi skiluðu varanna, án tillits til þess hvar skilaða varan er staðsett.

Þegar skiluð vara þarfnast vinnu áður en henni er skilað til viðskiptamannsins er gátmerki sett í reitinn Birgðavirði núll. Þá er hægt að setja vöruna í birgðir til viðgerða á meðan gildi hennar er stillt á núll. Þegar vara er svo aftur seld viðskiptamanni er eini kostnaðurinn sem tengist henni kostnaður vegna endurvinnslu/viðgerða á henni (þ.m.t. afhendingarkostnaður o.s.frv.). Önnur ástæða gæti einfaldlega verið sú að taka eigi gallaða vöru aftur í birgðir án þess að taka hana með í birgðavirðinu.

Þegar setja á vöruna aftur í birgðir með upphaflegum kostnaði, t.d. ef varan er gallalaus og tilbúin til endursölu skal ekki setja gátmerki í reitinn Birgðavirði núll.

Ábending

Sjá einnig