Tilgreinir færsluna sem leiðréttingarfærslu.
Reitinn má nota ef þörf er á að bóka leiðréttingarfærslu við reikning viðskiptamanns.
Ef gátmerki er sett í þennan reit við bókun leiðréttingarfærslu bókar kerfið neikvæða debetfærslu í stað kreditfærslu eða neikvæða kreditfærslu í stað debetfærslu. Í reitnum Upphæð debetfærslu (eða reitnum Upphæð kreditfærslu) á viðkomandi reikningi er þá bæði upphaflega færslan og leiðrétta færslan, sem hefur engin áhrif á debet- eða kreditstöðu.
Þannig eru innkaup að upphæð SGM 500 bókuð sem kredit á Safnreikning. Síðar kemur í ljós að þessi færsla er röng þannig að leiðréttingarfærsla að upphæð SGM 500 er færð á Safnreikning. Á Útistandandi reikning og viðkomandi viðskiptamannaspjaldinu, mun reiturinn Debetupphæð fela í sér debetfærslu að upphæð 500 SGM og neikvæða debetfærslu að upphæð 500. Þessi kreditsala og leiðrétting á þeim hafa engin áhrif á upphæðina í reitnum Debetupphæð. Ef leiðréttingarfærslan er hins vegar bókuð sem venjuleg færsla kemur upphæðin SGM 500 bæði í reitinn Debetupphæð og í reitinn Kreditupphæð.
Hægt er að sjá upphæðina sem hefur safnast á viðkomandi reikning í reitunum Debetupphæð eða Kreditupphæð á viðeigandi fjárhagsreikningi eða reikningsspjaldi viðskiptamanns.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |