Inniheldur núgildandi viðvörunarstöðu fyrir svartímann á þjónustupöntuninni. Valkostirnir eru fjórir: Auður (engin staða), Fyrsta viðvörun, Önnur viðvörun og Þriðja viðvörun.
Kerfið uppfærir þennan reit sjálfkrafa þegar það sendir viðvörunarboð í tölvupósti til viðtakanda um að svartíminn á þjónustupöntuninni sé að nálgast og að engin vinna sé enn hafin.
Tímabilið fyrir sendingu fyrstu viðvörunarinnar er tilgreint í reitnum Fyrsta viðvörun innan (klst.) í töflunni Þjónustukerfisgrunnur. Kerfið sendir skilaboðin á netfangið sem tilgreint er í reitnum Tölvupóstur fyrir ábyrgðarstöðina í þjónustupöntuninni eða, ef netfangið er ekki til staðar, á netfangið sem tilgreint er í reitnum Viðtakandi fyrstu viðvörunar í töflunni Þjónustukerfisgrunnur. Sama aðferð er notuð fyrir aðra og þriðju viðvörun.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |