Inniheldur kóta sölumannsins sem sér um þetta þjónustuskjal.
Viðskiptavinurinn í þjónustuskjalinu er með sérstakt tengiliðarnúmer. Þegar nýtt þjónustuskjal er stofnað ber forritið þetta tengiliðarnúmer saman við tengiliðalista hvers sölumanns. Ef tengiliðarnúmerið birtist á lista sölumanns er kóti þessa sölumanns sjálfkrafa afritaður úr töflunni Sölumaður/innkaupaaðili.
Ef reiturinn Sölumaður áskilinn í töflunni Þjónustukerfisgrunnur er með gátmerki þarf að fylla út reitinn Kóti sölumanns áður en hægt er að bóka þjónustuskjalið.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |