Inniheldur færslur sem kerfið notar til að reikna samtölur í glugganum Birgðir - Afstemming fjárhags.
Taflan inniheldur tvær tegundir færslna:
-
Vara: Þessar færslur eru samantekt á öllum virðisfærslum allra varanna sem eru innan afmörkunarinnar sem notandinn velur í glugganum Birgðir - Afstemming fjárhags.
-
Fjárhagsreikningur: Þessar færslur eru samantekt allra fjárhagsfærslna reikninga sem eru tengdir birgðum.
Hægt er að velja flesta reiti til að birta færslurnar sem voru teknar saman fyrir stofnun þessarar tilteknu birgðaskýrslufærslu.
Kerfið fyllir þessa töflu úr töflum Virðisfærsla og Fjárhagsfærsla með færslunum sem eru í afmörkunum sem voru stilltar í glugganum birgðir-afstemming fjárhags. Kerfið gerir þetta eingöngu ef smellt er á Reikna í glugganum og þegar glugganum er lokað, er öllum færslunum eytt úr þessari töflu.