Tilgreinir kóta fyrir afskriftatöfluna.
Kerfið tengir kótann við upplýsingarnar í töflunni. Síðan er hægt að setja kótann í reitinn Afskriftatöflukóti í eignaafskriftabók. Þegar afskriftir eru reiknaðar í afskriftabók eigna notar kerfið prósentuna sem er tilgreind með kótanum.
Mest má rita 10 stafi, bæði tölustafi og bókstafi. Nota skal kóta sem auðvelt er að muna og lýsa því hvers konar athugasemd um er að ræða: Dæmi:
30-20-10, EINING/ÁR
Kótinn skal vera eingildur - sami kóti má ekki koma fyrir tvisvar í sömu töflu. Hægt er að setja upp ótakmarkaðan fjölda kóta.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |