Tilgreinir fylgiskjalsnúmer fyrir færslubókarlínu.
Ef reiturinn Bókunarnúmeraröð á færslubókarlínunni inniheldur númeraraðarkóta, verður hann notaður til að úthluta bókunarfærslunni fylgiskjalsnúmer. Ef reiturinn Bókunarnúmeraröð er auður verður innihald reitsins notað sem fylgiskjalsnúmer bókuðu færslunnar.
Ef reiturinn Númeraröð á bókarkeyrslunni er fylltur út, setur forritið sjálfkrafa næsta númer í númeraröðinni í reitinn.
Hægt er að tilgreina fylgiskjalsnúmer handvirkt ef reiturinn Númeraröð í bókarkeyrslunni er auður.
Ef fleiri línur en ein eru í færslubókinni heldur kerfið sjálfkrafa sama númeri á næstu línum þar til staða bókarinnar er 0. Næsta númer í röðinni verður svo fært í línuna þar á eftir.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |