Tilgreinir fylgiskjalsnúmer fyrir færslubókarlínu.

Ef reiturinn Bókunarnúmeraröð á færslubókarlínunni inniheldur númeraraðarkóta, verður hann notaður til að úthluta bókunarfærslunni fylgiskjalsnúmer. Ef reiturinn Bókunarnúmeraröð er auður verður innihald reitsins notað sem fylgiskjalsnúmer bókuðu færslunnar.

Ef reiturinn Númeraröð á bókarkeyrslunni er fylltur út, setur forritið sjálfkrafa næsta númer í númeraröðinni í reitinn.

Hægt er að tilgreina fylgiskjalsnúmer handvirkt ef reiturinn Númeraröð í bókarkeyrslunni er auður.

Ef fleiri línur en ein eru í færslubókinni heldur kerfið sjálfkrafa sama númeri á næstu línum þar til staða bókarinnar er 0. Næsta númer í röðinni verður svo fært í línuna þar á eftir.

Ábending

Sjá einnig