Tilgreinir kóta fyrir eignabókunarflokk. Mest má rita 10 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.
Stofnaður er kóti og nokkur reikningsnúmer fyrir hvern bókunarflokk. Síðan er kótinn færður inn í reitinn Eignabókunarflokkar í glugganum Eignaafskriftabók sem tengist einstökum eignaspjöldum.
Í eftirfarandi dæmum notar kerfið síðan þær upplýsingar sem kótinn stendur fyrir til að bóka á reikningana sem voru tilgreindir:
-
Bókun innkaupapantana, reikninga eða kreditreikninga
-
Bókun eignaviðskipta með notkun bóka
-
Bókun bóka með keyrslunni Reikna afskrift
-
Bókun bóka með Endurmati eigna
Bókunarflokkar leyfa einnig flokkun eigna vegna upplýsingavinnslu.
Nota skal lýsandi kóta sem auðvelt er að muna, til dæmis:
Bíll, Vél, Bygging eða Tölva
Kótinn verður að vera eingildur - ekki er hægt að nota sama kótann tvisvar í sömu töflunni. Hægt er að stofna eins marga bókunarflokka og þörf er á.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |