Býður upp á uppfærða skrá fyrir þau hlunnindi sem starfsmenn njóta og það sem þeir hafa umráð yfir (lyklar, tölvur, fyrirtækisbifreiðar, aðild að félögum fyrirtækisins o.s.frv.) Með því að nota töfluna, er auðvelt að nálgast upplýsingar um fríðindi starfsmanns þegar þörf er á. Þegar starfsmaður yfirgefur fyrirtækið gefur þessi tafla fljótlegt yfirlit yfir fyrirtækjavörurnar sem starfsmaðurinn þarf að skila.

Skrá skal í sérstaka línu hver hlunnindi eða hlut sem starfsmaðurinn hefur afnot af með því að velja viðeigandi kóta úr töflunni Ýmsir hlutir. Í öðrum reitum er hægt að færa inn viðbótarupplýsingar um hlutina, til dæmis raðnúmer stórra hluta.

Upplýsingar um mismunandi hluti eru settar upp fyrir hvern starfsmann á starfsmannaspjaldinu undir Upplýsingar um ýmsa hluti. Kerfið birtir glugga með upplýsingum um mismunandi atriði fyrir starfsmanninn.

Þegar búið er að skrá öll hlunnindi og aðra hluti fyrir hvern starfsmann er hægt að birta yfirlit yfir öll þau atriði sem hafa verið skráð fyrir starfsmenn fyrirtækisins í glugganum Ýmsir hlutir, yfirlit.

Sjá einnig