Tilgreinir númerið á innkaupahausnum sem verið er að stofna sett inn: tilboð, pöntun, reikningur eða kreditreikningur.
Nota má eina af eftirfarandi aðferðum:
-
Ef skilgreind hefur verið sjálfgefin númeraröð fyrir þá tegund innkaupaskjals sem verið er að setja upp, er stutt á FÆRSLULYKILINN til að fá næsta númer í röðinni í reitinn.
-
Ef sett hefur verið upp fleiri en ein númeraröð fyrir þessa tegund fylgiskjals skal smella í reitinn og velja þá röð sem nota skal. Forritið fyllir í reitinn með næsta númeri í þeirri númeraröð.
-
Ef ekki hafa verið settar upp númeraraðir fyrir þessa tegund af innkaupaskjölum eða númeraröðin er með gátmerki í reitnum Handfærð nr.röð er hægt að færa inn númer handvirkt. Mest má rita 20 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.
Ekki er hægt að breyta númeri skjalsins eftir að það hefur verið staðfest með því að styðja á færslulykilinn.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |