Tilgreinir númer lánardrottinsins sem varan var keypt af. Með því að smella á reitinn má sjá lanadrottinsnúmer sem hafa verið stofnuð í töflunni Lánardrottinn.
Þegar númer lánardrottins er skráð hér sækir kerfið upplýsingar um viðkomandi lánardrottin á spjald lánardrottins.
Ef aðaltengiliður tengist lánardrottninum sem valinn er hér afritar forritið efni reitsins Aðaltengiliður nr. á lánardrottinsspjaldinu í reitinn Tengiliður afh.aðila nr. og uppfærir hann með nafni aðaltengiliðar.
Hægt er að breyta númeri lánardrottins ef afhending hefur ekki verið bókuð. Þegar númeri lánardrottins er breytt er sjálfkrafa farið fram á að breyting sé staðfest. Beðið er um svör við eftirfarandi spurningum áður en breytt er:
Á að breyta númeri afhendingaraðila?
Ef það er samþykkt skal skrá nýtt númer lánardrottins í innkaupahaus og allar innkaupalínur.
Mikilvægt |
---|
Í öllum innkaupahausum eru tvö lánardrottinsnúmer: Númer lánardrottins (Númer afh.aðila) sem sýnir hver afhendir pöntunina og númer lánardrottins (Reikn. færist á lánardr. nr.) sem sýnir hver reikningsfærir pöntunina. |
Ef annað er ekki tilgreint sækir kerfið sjálfkrafa númer lánardrottins í þennan reit og setur í reitinn Greiðist lánardr. nr. í innkaupahausnum og gefur þannig til kynna að reikningurinn komi frá sama lánardrottni og vörurnar.
Ef reiturinn Reikn. færist á lánardr. nr. á lánardrottnaspjaldinu hefur annað númer lánardrottins sækir kerfið lánardrottnanúmerið úr þeim reit. Allar upplýsingar sem tengjast lánardrottni um reikningsfærslu, afslátt, upplýsingar o.s.frv. eru miðaðar við þann sem sendir reikninginn en ekki þann sem sendir vöruna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |