Þessi reitur á við þegar bókaður er viðbótarstofnkostnaður og mögulegt hrakvirði eignar sem þegar hefur verið keypt.
Ef valkosturinn Kaup hefur verið valinn í reitnum Eignabókunartegund er hægt að smella hér til að setja inn gátmerki. Þegar línan er svo bókuð afskrifast nýi viðbótarstofnkostnaðurinn að frádregnu hrakvirðinu í hlutfalli við upphæðina sem þegar hefur verið afskrifuð af eigninni.
Dæmi:
Stofnkostnaður eignar er 1.000 og heildarafskrift er -220. Þá er bókuð lína þar sem stofnkostnaðurinn er 150 og hrakvirðið -25. Ef sett er gátmerki í þennan reit fyrir bókun er eftirfarandi afskrift reiknuð og bókuð: (150 - 25) * -220 / 1000 = -27.50
Ef neikvæður stofnkostnaður er skráður (til dæmis ef kreditreikningur er móttekinn), reiknast afskrift jákvæð upphæð.
Mikilvægt |
---|
Aðeins nýr stofnkostnaður er afskrifaður þegar gátmerki er sett í þennan reit. Þetta hefur ekki áhrif á þann stofnkostnað sem áður var bókaður. |
Hægt er að afskrifa bæði nýja og gamla stofnkostnaðinn fram að gildandi Eignabókunardags. ef einnig er fært gátmerki í reitinn Afskr. til eignabókunardags.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |