Tilgreinir magn vara sem mótteknar hafa verið sem skilaðar frá viðskiptamanni.

Hverju sinni sem reiturinn Magn er uppfærður og skilapöntun er bókuð mun forritið sjálfkrafa leggja til móttöku á því magni sem enn er ekki búið að taka á móti. Reiknar magnið sem mismun reitanna Magn og Mótt. skilað magn.

Forritið stofnar móttökur vöruskila sjálfkrafa við bókun, þó því aðeins að skilapöntun hafi að geyma eina línu, að minnsta kosti, þar sem Skilamagn til móttöku stendur ekki á núlli. Með því móti stofnar notandi ekki móttökur þar sem Magn stendur á núlli í öllum línum.

Forritið uppfærir þennan reit sjálfkrafa í hvert skipti sem skilavörur berast.

Ef birgðageymslan í söluvöruskilalínunni hefur verið sett þannig upp að hún krefjist móttökuvinnslu og vöruhúsaaðgerðir hafa hafist getur gildið í þessum reit einungis ráðist af vöruhúsamóttökuskjalinu. Ef reynt er að fylla út þennan reit varar kerfið við því að allt sem fært er inn hér verði hunsað við vöruhúsaðgerðirnar.

Eigi að sneiða hjá vöruhúsaðgerðum þarf að afturkalla vöruhúsaaðgerðir fyrir þessa línu.

Ábending

Sjá einnig