Tilgreinir að vara sölulínunnar sé sérpöntunarvara. Reiturinn er sjálfkrafa fylltur út ef kóðinn sem færður er inn í reitinn Innkaupakóti hefur verið settur upp sem innkaupakóði fyrir sérpöntun.
Sérpöntun er vara sem keypt er sérstaklega af lánardrottni fyrir viðskiptamanninn. Vörurnar eru sendar frá lánardrottni í vöruhús og þaðan til viðskiptamanns.
Tekið er tillit til stofnaðrar innkaupapöntunar fyrir sérpöntun af kerfinu þar sem hún jafnar framboð og eftirspurn. Það er, innkaupapöntun (framboð) helst tengd við sölupöntun (eftirspurn) jafnvel þó innkaupapöntunin gæti lagt til fyrri eftirspurnar. Frekari upplýsingar eru í Hönnunarupplýsingar: Pöntun, pöntunarrakning og stöðuboð.
![]() |
---|
Ekki er hægt að nota sérpöntunarkostinn ef varan er þegar frátekin. Þess vegna, fyrir vörur sem eru seldar með sérpöntunum, gakktu úr skugga um að Frátekið reiturinn á birgðaspjaldinu sé ekki stilltur á Alltaf. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |