Tilgreinir hvernig nota má víddir saman, svo sem í færslubók eða fylgiskjali. Hægt er að ráða því hvernig víddir eru settar saman í færslu. Með því að skilgreina takmarkanir á samsetningar er hægt að velja hvort nota megi víddarsamsetningar undir öllum kringumstæðum, aðeins undir vissum kringumstæðum eða alls ekki.

Þetta er gagnlegt ef fyrirtækið hefur reglur um það hvaða upplýsingar megi sameina í færslu, til dæmis ef notendum er óheimilt að bóka reikninga þegar þeir hafa bæði tengt deildarvídd og verkefnisflokksvídd við færslu. Einnig er hægt að takmarka notkun ákveðinnar víddarsamsetningar eftir því hvaða víddargildissamsetning er notuð fyrir víddirnar tvær.

Frekari upplýsingar um víddir eru í Vídd.

Sjá einnig