Opnið gluggann Tengsl vídda.
Tilgreinir hvernig fyrirtæki setja víddir saman í færslu. Með því að skilgreina takmarkanir á samsetningar í fylkisreitunum er hægt að velja hvort nota megi víddarsamsetningar undir öllum kringumstæðum, aðeins undir vissum kringumstæðum eða alls ekki.
Þetta er gagnlegt ef fyrirtækið hefur reglur um það hvaða upplýsingar megi sameina í færslu. Til dæmis ef notendum er óheimilt að bóka reikninga þegar þeir hafa bæði tengt deildarvídd og verkefnisflokksvídd við færslu. Einnig er hægt að takmarka notkun ákveðinnar víddarsamsetningar eftir því hvaða víddargildissamsetning er notuð fyrir víddirnar tvær.
Flýtiflipinn Almennt:
Valkostur | Lýsing |
---|---|
Sýna heiti dálka | Velja skal þennan kost til að skoða dálka eftir lýsandi heiti þeirra í stað kóðanna. |
Flýtiflipi fyrir víddarsamsetningar fylkis
Valkostur | Lýsing |
---|---|
Kóti | Þessi dálkur sýnir kóta víddarinnar í línunni. |
Heiti | Þessi dálkur sýnir heiti víddarinnar í línunni. |
Vídd | Víddirnar sem birtar eru í línunum vinstra megin í fylkinu eru einnig birtar sem víddardálkar. |
Hægt er að takmarka víddarsamsetningar með því að smella í fylkisreitinn og velja einn af eftirfarandi valkostum:
Valkostur | Lýsing |
---|---|
Engar takmarkanir | Víddarsamsetningin er alltaf leyfð. |
Takmarkað | Víddarsamsetning er aðeins heimil við sérstakar aðstæður eftir því hvaða víddargildi eru valin þegar færsla er stofnuð. Til dæmis má aðeins nota víddasamsetninguna Deild/Svæði þegar víddargildið fyrir Deild er Sala. |
Lokað | Lokað er fyrir víddarsamsetningar. |
Til að skoða undirliggjandi víddargildi skal velja fylkisreit með Afmörkun, hægrismella og velja síðan KafaNiður til að opna gluggann Tengsl víddargilda.
Frekari upplýsingar um víddir eru í Vídd.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |