Tilgreinir jafnanir á milli magns á innleið og útleið í birgðafærslunum. Þessar færslur tengja birgðafærslu fyrir birgðaaukningu (t.d. innkaupamóttöku) við birgðafærslu fyrir birgðaminnkun (t.d. söluafhendingu).

Kerfið skráir birgðajöfnunarfærslu í hvert skipti sem bókuð eru birgðaviðskipti þar sem magnbreyting á sér stað í birgðum. Kerfið skráir færslunúmer birgðafærslunnar sem samsvarar birgðaaukningunni í reitnum Jafnað við færslu nr. og færslunúmer birgðafærslunnar sem samsvarar birgðaminnkuninni í reitnum Jafnað af færslu nr. Kerfið minnkar einnig eftirstöðvar í reitunum Eftirstöðvar (magn) í samsvarandi birgðafærslum um jafnað magn.

Sjá einnig