Tilgreinir upphæðirnar sem eru notaðar til að reikna gengi erlends gjaldeyris í þessari línu. Þessi reitur er notaður með reitnum Gengisupphæð . Sú upphæð sem færð er inn í þennan reit á við gjaldmiðilinn í reitnum Kóti viðmiðunargjaldmiðils.

Eftirfarandi dæmi sýna að færa má gengisupphæðir í Gengisgluggann á tvo vegu. Bent er á að auði kótinn í reitnum Kóti viðmiðunargjaldmiðils vísar til SGM.

GjaldmiðilskótiKóti viðmiðunargjaldmiðilsGengisupphæðUpphæð viðmiðunargengis

USD

Ekkert

100%

64,8824

DEM

EUR

1,9829

1.0

Í þessu dæmi er gengið á USD í SGM 64,8824 SGM fyrir 100 USD. Gengi DEM á EUR er 1,9829 DEM fyrir 1,0 EUR. Á reikningum og í bókarlínum breytir kerfið erlenda gjaldmiðlinum í SGM með því að nota upplýsingar úr glugganum Gengi gjaldmiðla.

Dagsetningin í reitnum Upphafsdagsetning í þessari línu ákvarðar hvenær gengið tekur gildi. Gengi í þeirri línu er virkt frá upphafsdagsetningu til dagsetningarinnar í reitnum Upphafsdagsetning í næstu línu.

Við bókun erlends gjaldmiðils notar kerfið bókunarupplýsingarnar á reikningnum eða bókarlínunni og upplýsingarnar úr töflunni Gengi til að finna viðeigandi gengi. Ef bókunardagsetning er ekki tilgreind (til dæmis á innkaupabeiðni) notar kerfið vinnudagsetninguna til að finna viðeigandi gengi.

Ef bókað er í Annar skýrslugjaldmiðill notar kerfið líka þessa töflu til að finna viðeigandi gengi og reikna viðbótargengisupphæðir í fjárhagsfærslum.

Mikilvægt
Ef bókað er í Annar skýrslugjaldmiðill verður að halda eftir öllum gengisupphæðum sem færðar eru í þennan reit.

Ef bóka á gengishagnað og gengistap verður að nota keyrsluna Leiðrétta gengi.

Ábending

Sjá einnig