Tilgreinir fjárhagsreikninginn sem nota á til að bóka reiknaðan, áætlaðan skatt á sölufærslur. Velja reitinn til að sjá bókhaldslykla.

Hægt er að nota þennan reit ef ekki er komið að greiðslu söluskatts til skattyfirvalda áður en greiðsla fyrir sölureikninga berst og er bókuð. Jafnframt skal velja einn þeirra kosta sem fram koma í reitnum Tegund áætlaðs VSK.

Skattupphæðin verður bókuð á reikning fyrir áætlaðan skatt þar sem hún verður þar til greiðsla viðskiptamanns er bókuð. Þá verður hún færð á reikninginn Reikningur útskatts. Þessi aðgerð hjálpar til við að halda utan um gjaldfallinn og uppsafnaðan söluskatt sem skattayfirvöld hafa ekki enn innheimt þar sem viðskiptamaðurinn hefur enn ekki borgað reikninginn.

Ef nota á þessa aðgerð skal setja gátmerki í reitinn Áætlaður VSK í glugganum Fjárhagsgrunnur.

Ábending

Sjá einnig