Tengir birgðafærslur við viðkomandi bókaða fylgiskjalslínu þegar hún er með vörurakningu.

"Venjuleg" bókuð lína sem ekki er með vörurakningu tengist alltaf aðeins einni birgðafærslu og þeim tengslum er stjórnað með því að skrá færslunúmerið í reiti í bókuðu línunni, t.d. í reitinn Færslunr. afhendingar í bókaðri söluafhendingarlínu.

Úr einni bókaðri fylgiskjalslínu með fjórum raðnúmerum verða þó fjórar birgðafærslur og því þarf töfluna Birgðafærslutengsl til að sjá um þessi tengsl við bókun og þegar flett er upp.

Reiturinn með "venjulegu" tengslunum í línunni verður auður ef fylgiskjalslínan er með vörurakningu.

Sjá einnig