Þegar vaxtareikningur er sendur stofnar kerfið sjálfkrafa sendan vaxtareikning sem hægt er að skoða í glugganum Sendur vaxtareikningur. Sendur vaxtareikningur var stofnaður þegar smellt var á Aðgerðir, bent á Útgáfa á vaxtareikningi og síðan valið Útgáfa.
Vaxtareikningur er samsettur úr vaxtareikningshaus og einni eða fleiri vaxtareikningslínum.
Í vaxtareikningshaus eru helstu upplýsingar sem máli skipta varðandi viðskiptamann, svo sem heiti hans, aðsetur og kóti vaxtaskilmála. Þar eru líka upplýsingar um vaxtareikninginn, svo sem dagsetning fylgiskjals og gjalddagi. Megnið af þessum upplýsingum sækir kerfið í töflurnar Viðskiptamaður og Vaxtatímabil.
Reiknaðar vaxtaupphæðir koma fram í vaxtareikningslínum. Í línunum eru líka upplýsingar (svo sem um númer fylgiskjals, gjalddaga og eftirstöðvar) varðandi eftirstöðvar sem vextir eiga að reiknast á.
Engum reitum í hausum eða línum sendra vaxtareikninga er unnt að breyta.